Skip to main content

Vorferð!

LAUF býður í vorferð í Hvalfjörðinn.

Við förum laugardaginn 14.maí næstkomandi í Hvalfjörð, skoðum Hernámssafnið að Hlöðum og snæðum að því loknu saman hádegisverð, og erum að sjálfsögðu búin að panta gott veður.

Ferðin er farin í samvinnu við Samtök sykursjúkra, sambýlinga okkar í Hátúninu.

Ferðin er þátttakendum að kostnaðarlausu og allir eru velkomnir, takið með ykkur  fjölskyldu og vini.

Mæting er við Hátún 10 kl.9,30 um morguninn og lagt verður af stað ekki síðar en kl.10.

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku, með því að senda tölvupóst í netfang lauf@vortex.is , senda skilaboð gegnum Facebook síðu félagsins eða hringja í síma 551-4570 á opnunartíma skrifstofu.

Lokafrestur til að skrá sig er að kvöldi föstudagsins 6.maí.