Um flogaveiki
Á Íslandi er áætlað að fjórir til tíu af hverjum 1000 sé með flogaveiki. Samkvæmt því ættu að vera 1320 -3300 Íslendingar með flogaveiki.
Hér áður og fyrr þegar lítill skilningur var á af hverju sumir fengu flog urðu einstaklingar með flogaveiki oft fyrir barðinu á fordómum.
Sem betur fer er þekking fólks að aukast og fordómar að sama skapi að minnka. Samt sem áður rekumst við oft á einstaklinga sem orðið hafa fyrir barðinu á fordómum sem rekja má til þekkingarleysis. Slíkt er mjög sorglegt því í dag er í flestum tilvikum hægt að hafa stjórn á flogum með réttri lyfjameðferð. Sannarlega getur líf með flogaveiki falið í sér ýmis vandamál en flestir sem eru með flogaveiki geta lifað innihaldsríku og heilbrigðu lífi.