Skip to main content

Þann 16. febrúar næstkomandi klukkan 16:30 verður fyrirlestur hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12.Beth Fox mun kynna útivistarmöguleika fatlaðs fólks og segja frá því hvaða áhrif útivist getur haft. Beth hefur í tæp 30 ár unnið hjá National Sports Center for the Disabled, þar sem leitað er leiða til að allir sem áhuga hafa geti stundað útivist. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frá Íþróttasambandi fatlaðra, mun kynna hvernig staðan er hér á landi í útivistarmálum fatlaðs fólks.

Frítt er á fyrirlesturinn og allir velkomnir en við biðjum fólk um að skrá sig hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar með því að senda tölvupóst á radgjafi@thekkingarmidstod.is eða með því að hringja í síma 5 500 118.