Skip to main content

Góðan og blessaðan daginn,
Halldóra heiti ég og er markþjálfi Umhyggju. Mig langar til að fá að segja ykkur stuttlega frá því hvað markþjálfun er og hvernig hún getur nýst fyrir félagsmenn ykkar. Einnig langar mig til að leita til ykkar, ég væri svo þakklát ef hægt væri að láta félagsmenn ykkar vita af þessari þjónustu sem hægt er að sækja til Umhyggju. En allir aðildarfélagar Umhyggju geta fengið alls fimm stykki markþjálfasamtöl sér að kostnaðarlausu í boði Umhyggju.

Svo það er um að gera að nýta sér það! Hér fyrir neðan er að sjá upplýsingar um það hvað markþjálfun er og hvernig hún getur nýst fólki. Fyrirfram þakkir og góða helgi! ☺️

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun hjálpar fólki að leita svara inn á við með áhugahvetjandi samtalstækni. Aðferðarfræðin og þau verkfæri sem markþjálfi nýtir í samtalinu getur nýst fólki vel til þess að takast á við hið daglega amstur hversdagsleikans. Undanfarið eitt og hálfa árið sem ég hef starfað hjá Umhyggju hafa leitað til mín skjólstæðingar með alls konar mismunandi erindi og náð góðum árangri á skjótum tíma.

Hvernig getur markþjálfun hjálpað þér?

Þrátt fyrir að verkefnin heima séu stór, flókin og krefjandi, þá er hægt að finna leiðir til að lifa eftirsóknarverðara og hamingjuríkara lífi. Ég skil svo vel hversu flókið það er að vilja kom inn í strembna stundarskrá dagsins einhverju eins og, „sinna sjálfinu betur”, sinna hinum börnum heimilisins betur og/eða hjónalífinu, svo eitthvað sé nefnt, eigandi fjölfatlað og langveikt barn sjálf. Það eru hins vegar til lyklar sem leysa örlítið úr flækjunni og þá lykla hefur þú að geyma! Eigum við að prófa kafa eftir þeim í sameiningu? Kíktu til mín í tíma og við skulum sjá hvað gerist?

Hér er hægt að sjá lista yfir nokkur að þeim viðfangsefnum sem tekin hafa verið fyrir í tímum hjá mér.

*Viltu auka andlegan styrk þinn?
* Vantar þig stuðning, hvatningu eða pepp við næstu skref lífsins?
* Finnst þér erfitt að byrja hreyfa þig og að koma hreyfingu í rútínu?
* Viltu bæta daglega og persónulega tímastjórnun?
* Vantar þig hugarró og betri fókus á daglegt líf?
* Viltu finna tilganginn þinn og/eða ástríðu?
* Vantar þig tíma til þess að sinna þèr?

* Vantar þig verkfæri til að auka jákvætt hugarfar?

*Viltu fá meiri gleði inn í líf þitt?
* Fá trú á þèr?
* Bæta svefninn þinn?
*Bæta sjálfstraustið þitt?

* Viltu bæta hjónalíf þitt?

* Viltu betri tengsl við börnin þín?

Hægt er að óska eftir markþjálfunarviðtali með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan:

https://www.umhyggja.is/is/um-felagid/markthjalfun

Ég hlakka til að hitta þig!☺️

Hlýjar kveðjur,

Halldóra Hanna Halldórsdóttir

Markþjálfi Umhyggju

– Einkaþjálfun hugans –

S. 692-9027

halldorahanna@gmail.com