Að upplýsa um flogaveiki
Fyrir suma er nauðsynlegt að vita af flogaveiki þinni. Best er að þú sjáir um að upplýsa aðra. Einfaldast og best er að upplýsa um ástand sitt á opinskáan og jákvæðan hátt án þess að gera of mikið úr því né draga upp mjög svarta mynd af ástandinu. Þó einhverjir bregðist við á neikvæðan hátt, er ávinningur af hreinskilnum umræðum um flogaveiki þína verulegur og má þar nefna:
- Þú færð nauðsynlega aðhlynningu og aðstoð fáir þú flog. Þetta léttir á streitu sér í lagi ef þú færð fyrirvaralaust flog.
- Það hjálpar öðrum að skilja þig og flogaveiki þína betur.
- Það styrkir samband þitt við annað fólk sem skiptir þig miklu máli – það er erfitt að tengjast nánum böndum ef eitthvað er í felum.
- Það minnkar kvíða fyrir að fá flog í viðurvist annarra.
- Það eyðir dulúðinni sem fylgt hefur flogaveiki og oft viðhaldið ranghugmyndum og fordómum.
Það getur reynst erfitt að ákvarða hverjum eigi að segja frá, hvað eigi að segja og hvenær. Mörgum finnst auðveldara að bíða með að skýra frá að þeir séu með flogaveiki uns fólk hefur kynnst betur.