Samband þitt og læknis þíns
Læknir þinn ætti að hvetja þig til virkrar þátttöku í meðferð þinni. Ef þér finnst að læknir upplýsi þig ekki nægilega, verður þú að spyrja. Ef þú skilur ekki fullkomlega það sem sagt er verður þú að óska eftir betri upplýsingum og útskýringum. Ef læknir þinn er ekki opinskár og fræðandi eða þú vilt meiri fræðslu þá leitarðu frekari upplýsinga annars staðar svo sem á bókasöfnum, lyfjaverslunum, internetinu og að sjálfsögðu hjá LAUFI.
Læknir þinn ætti að:
- Svara öllum spurningum þínum eftir bestu getu og veita þér þær upplýsingar sem þú vilt fá.
- Upplýsa þig um meðferðaval og fá þig til að taka þátt í ákvörðun um meðferð.
- Leiðbeina þér hvernig þú ættir að leita til ýmissa fagmanna sem geta veitt þér aðstoð.
- Hlusta af einlægni á það sem þú hefur að segja.
Teljir þú þig ekki fá nauðsynlega þjónustu frá lækni þínum er mögulegt að fara til annars læknis og fá læknisfræðilegt mat hjá honum.
Þú ættir að:
- Undirbúa þig fyrir tímann þinn hjá lækninum.
- Skrifa niður spurningar á milli heimsókna og taka þær með þér.
- Taka lyf samkvæmt fyrirmælum.