Daglegt líf
Einkenni flogaveikinnar eru margvísleg og því eru áhrif hennar á daglegt líf einstaklingsbundin. Að vissu leyti tengist það læknismeðferðinni það er að segja hversu vel lyfin virka á flogin. Það tengist líka viðhorfum annarra til fólks með flogaveiki bæði hvað varðar orð og viðmót. Fólk með flogaveiki þarf því bæði að takast á við sjúkdóm sinn og ýmsa umhverfisþætti. Sumir þurfa að læra að lifa við þær takmarkanir sem flogaveikin getur haft í för með sér, en margt fólk með flogaveiki getur stundað vinnu, ferðast, ekið, lifað sjálfstæðu lífi og lifað lífinu rétt eins og aðrir.