Heiðrún Guðvarðardóttir sem er félagskona hjá LAUF fór til Ameríku fyrir 10 árum síðan og gekkst undir aðgerð á heila og losnaði í framhaldi alveg við flog sem hrjáð höfðu hana fram að því. Í tilefni af þessu afmæli stendur hún fyrir tónleikum laugardaginn 5.október í Fella- og Hólakirkju og mun ágóði af tónleikunum renna til starfsins hjá LAUF. Dagskráin verður nánar auglýst þegar nær dregur en við hvetjum alla vini og velunnara félagsins til að taka daginn frá nú þegar.