Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sumarúthlutun í Pálínuhúsi, Kuggavogi 15 – Reykjavík, fyrir félagsmenn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins nú í sumar.
Um er að ræða vikurnar frá 17. júní til og með 5. ágúst og gilda sömu úthlutunarreglur og við úthlutun orlofshúsa Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum. Sumarleigan kostar kr. 25.000 og íbúðin er leigð frá föstudegi til föstudags.
Hér er hlekkur á frétt inni á vefsíðu Umhyggju þar sem hægt er að sækja um úthlutun og kynna sér úthlutunarreglur. https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/sumaruthlutun-i-ibud-umhyggju-i-kuggavogi-reykjavik
Umsóknarfresturinn er til 13. apríl og verður tilkynnt um útlutun í síðasta lagi 29. apríl.