Stuðningshópur fyrir aðstandendur
Að vera maki eða aðstandandi langveiks einstaklings, getur verið flókið og forgangsröðunin ekki alltaf eins og óskað er eftir.
Stuðningshópur er hugsaður sem vettvangur til að læra að hlúa að sjálfum sér, efla samskipti við sína nánustu og njóta þeirra möguleika sem fram undan eru.
Stuðningshópur verður annan hvern miðvikudag milli kl. 17.00 – 18.00 í Setrinu Hátúni 10 og er fyrsti hittingur 23. Janúar.
Gunnhildur Heiða Fjölskyldufræðingur