Stuðningshópur fyrir aðstandendur
Fyrsti stuðningshópur fyrir aðstandendur er nýbúinn og verður framvegis í vetur annan hvern miðvikudag kl. 17.00. í Setrinu Hátúni 10. Fyrstu fundirnir hafa verið mjög vel sóttir og greinilega þörf á stuðningi við maka og aðstandendur.
Tímarnir í vetur verða eins og hér segir; 6.febrúar, 20.febrúar, 6.mars, 20, mars, 3.apríl, 17.apríl, 15.maí og 29.maí.
Áhersla verður á að styðja við maka og aðstandendur, gefa ráð og leiðbeiningar eftir því sem við á. Senda fólk með heimaverkefni inn á milli og þá hvernig hægt er að hlúa að sér og byggja sig upp. Hugmyndin er að byggja upp stuðning við aðstandendur í bland við fræðslu og þau mál er upp koma.
kv.Gunnhildur ráðgjafi