Vekjum athygli á þeirri nýjung að fundur ÖBÍ miðvikudaginn 20.feb kl.14-16 verður í beinni útsendingu á vefnum. Slóðin er:
http://obi.is/i-brennidepli/nr/1306
Fundurinn, undir yfirskriftinni „Sitja allir við sama borð“ fjallar um sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fulltrúum allra framboða til alþingis vorið 2013 er boðið og verða þeir spurðir spurninga um áætlun sinna flokka um efnið.
Fundurinn verður haldinn á Hilton Nordica, A sal, miðvikudaginn 20.febrúar kl.14-16.