Kæri hlaupari,
Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022 og við viljum minna þig á afsláttinn sem er í boði fyrir alla fyrrum þátttakendum hlaupsins. Í boði er auka 10% afsláttur af forskráningarverði með kóðanum MARATHON22, afslátturinn gildir til miðnættis þann 10. mars næstkomandi.
Smelltu hér til að skrá þig.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022 fer fram 20. ágúst og eru 5 vegalengdir í boði:
- Maraþon (42,2 km)
- Hálfmaraþon (21,1 km)
- 10 km hlaup (fyrir 12 ára og eldri)
- 3 km skemmtiskokk (fyrir alla aldurshópa)
- Hetjuhlaup (600 m skemmtiskokk)
Í skráningarferlinu þurfa þátttakendur að velja ráshóp sem er miðaður við áætlaðan lokatíma, takmarkaður fjöldi er í hvern ráshóp. Líklegt þykir að einhverjir ráshópar verði sameinaðir en það mun allt fara eftir fjöldatakmörkunum og sóttvarnarreglum sem verða í gildi ef einhverjar verða.
Hlaupastyrkur
Hlauparar geta byrjað að safna fyrir góðgerðarfélögin um leið og þeir skrá sig. Athugið að til að geta safnað þarf að setja inn nafn og prófíl mynd á mínum síðum, annars birtist ekki síðan þín inni á hlaupastyrkur.is. Skráning fer fram á rmi.is.
Við hvetjum þig til að fylgja okkur á facebook síðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Þú finnur allar nánari upplýsingar um hlaupið á rmi.is.
Með kveðju
Íþróttabandalag Reykjavíkur