Fjórir vaskir hlauparar hafa skráð sig til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar félaginu okkar. Við kunnum þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir og hvetjum alla velunnara LAUF til að heita á þau.
Hlaupararnir eru: María Ósk Sigurðardóttir, Lárus Blöndal Guðjónsson, Ásdís Hrönn Viðarsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusdóttir.
ÁFRAM LAUF!!!