Skip to main content

Á morgun, þriðjudaginn 26.mars, er Purple Day, alþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki.

Af því tilefni ætlum við hjá LAUF að vera í Kringlunni kl.15-18, ræða við gesti og gangandi, dreifa bæklingum og vekja athygli á lífinu með flogaveiki.

Við myndum þiggja það með miklum þökkum ef einhverjir félagsmenn eða velunnarar sæju sér fært að koma við og hjálpa til smá stund, nú eða bara koma og heilsa upp á okkur.

Við verðum á neðstu hæð, fyrir framan Vínbúðina.