Á vegum velferðarráðuneytis er nú starfandi starfshópur um þjónustu við langveik börn. Í hópnum sitja fulltrúar frá Umhyggju, Sjónarhóli, Barnaspítala, Rjóðri, Leiðarljósi og sveitarfélögunum. LAUF – félag flogaveikra er aðili að Umhyggju, en þau hafa nú leitað til okkar um ábendingar varðandi það sem betur má fara. Við leitum því til ykkar, notenda þjónustunnar, um ábendingar um áhersluatriði eða málefni sem á ykkur brenna. Vinsamlega sendið ábendingar ykkar til okkar í netfangið: lauf@vortex.is