Skip to main content

Jæja góðir félagar, þá höfum við opnað aftur eftir langt og gott frí. Skrifstofan verður, eins og áður, opin mánudaga og miðvikudaga kl.9-15. Helstu verkefni framundan eru útgáfa LAUF-blaðsins og undirbúningur dagsferðar fyrir félagsmenn (hugmyndir vel þegnar). Einnig minnum við á að hægt er að styrkja félagið með því að heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi.