Eins og öll vita erum við hjá LAUF með opið hús alltaf fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði.
Að þessu sinni er júní-opna-húsið þó 13.júní, vegna þess að fyrsta mánudaginn í júní var annar í hvítasunnu.
Dagsetningarnar fyrir júlí og ágúst verða svo: 4.júlí og 8. ágúst (af því 1.ágúst er versló)
Í sumar, júní/júlí/ágúst, ætlum við að vera bara með kaffi og spjall, en höldum svo ótrauð áfram í september að bjóða upp á einhverja dagskrá, fræðslu eða innlegg til umræðu.
En allavega, næsta opna hús verður næsta mánudag, 13.júní, kl 19,30-21.
kaffi, gos, nammi og spjall.
Öll velkomin.