Hinn 1. júní næstkomandi hefur nýr starfsmaður störf á skrifstofu LAUF. Hún heitir Fríða Bragadóttir og er 48 ára Vestfirðingur. Fríða hefur um árabil starfað á vettvangi sjúklingafélaga, lengst af fyrir Samtök sykursjúkra en einnig um tíma fyrir Parkinsonssamtökin. Hún er kennari að mennt en hefur mest starfað við bókhald og í banka. Fríða er gift kona, móðir fimm barna og amma tveggja barnabarna. Væntum við þess að félagsmenn LAUF taki vel á móti nýja starfsmanninum.