Nýverið voru birtar niðurstöður danskra vísindamanna á áhrifum þess á börn að mæður taki flogaveikilyf á meðgöngu. Í rannsókninni voru 151 barn sem áttu mæður sem tóku engin lyf, 44 börn mæðra sem tóku inn valproate og 53 börn mæðra sem tóku Keppra. Skoðaður var hreyfi-, mál- og vitsmunaþroski allra barnanna við 3-4 ár aldur. Í ljós kom að börn þeirra kvenna sem tekið höfðu valproate voru markvert á eftir hinum í þroska á öllum þessum sviðum. Hins vegar var enginn munur á börnum mæðra sem tekið höfðu Keppra á meðgöngunni og hinna sem engin lyf höfðu notað.