Skip to main content
Notendaráð um málefni fatlaðs fólk er lögbundin skylda að starfrækja í öllum sveitarfélögum. Hafa nokkur sveitarfélög nú þegar góða reynslu af notendaráðum sem skilar sér í vandaðri ákvörðunum og árangursríkari nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa áfyrir alla.
Tilnefningar í þessi ráð fara í gegnum ÖBÍ og erum við aðildarfélögin beðin að tilnefna fólk.

Ef þú ert félagsmaður í LAUF og hefur áhuga á að taka þátt í svona starfi í þínu sveitarfélagi, sendu okkur þá tölvupóst í lauf@vortex.is