Skip to main content

Að gefnu tilefni, vegna fjölmargra fyrirspurna um niðurgreiðslur lyfja við flogaveiki.

Skv reglugerð og almennum vinnureglum miðast greiðsluþátttaka SÍ að hámarki við viðmiðunarverð, velji læknir eða sjúklingur dýrara lyf greiðir sjúklingur sjálfur mismuninn.Sé það svo að ódýrara lyfið þolist ekki eða gagnast ekki getur læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir ákveðnu sérlyfi, sjá: http://www.sjukra.is/media/vinnnureglur-lyfjaskirteina/Fravik-fra-vidmidunarv.-juni-2011.pdf

Varðandi flogaveikilyfin er það þannig að ef einstaklingur hefur verið á ákveðnu lyfi sem ekki er lengur ódýrast getur læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir því lyfi, ef hann metur svo að breyting á lyfjameðferð sé ekki réttlætanleg.

sjá: http://www.sjukra.is/media/vinnureglur-01.03.10/Flogaveiki.pdf