ÖBÍ býður upp á námskeið um Samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Námskeiðið verður haldið dagana 2.-3.júní, kl. 10-13 báða dagana í húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42. Kennsla verður í höndum Rannveigar Traustadóttur prófessors í fötlunarfræðum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 manns. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru hvattir til þess að skrá sig í netfangið: sigurjon@obi.is . Frekari fyrirspurnum skal einnig beint í sama netfang.