Skip to main content

Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM).

Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19.

Námskeiðsgjald er kr. 7.000-

Takmarkaður fjöldi.

Skráning (nafn og símanúmer) sendist á kvennahreyfing@obi.is Vinsamlegast takið fram ef þörf er á táknmáls- eða rittúlkun.

Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur mun kynna fyrir þátttakendum aðferðir HAM til að takast á við erfiða líðan eins og depurð og kvíða.

Þátttakendur fá fræðslu um einkenni kvíða og þunglyndis og grundvallaratriði í hugrænni atferlismeðferð. Þeir læra einnig að nýta sér aðferðir HAM til að leysa vandamál og rjúfa vítahring óhjálplegrar hegðunar og hugsunar. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa glímt við erfiða líðan og vilja ná betri tökum á líðan sinni. Ýmsar gagnlegar leiðir verða kynntar og þátttakendur hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og hvetjandi verkefnum.

Elsa Bára hefur 15 ára reynslu af því að starfa sem sálfræðingur bæði hjá stofnunum og með eigin stofu. Hún starfar núna á geðsviði Landspítalans, hjá Hringsjá og á eigin stofu og hefur langa reynslu af að vinna með fólki sem er með fötlun eða í endurhæfingu. Nánari upplýsingar um störf hennar og þekkingu má finna á heimasíðu hennar elsabara.is