Kennd er tölvunotkun, bókfærsla, stærðfræði, íslenska, enska, félagsfræði, tjáning, myndlist og námstækni.
Veitt er náms- og starfsráðgjöf, kennd gerð starfsumsókna, þjálfuð atvinnuviðtöl og unnið að sjálfsstyrkingu. Ráðgjöf og stuðningur vegna lestrarerfiðleika, námserfiðleika, prófkvíða og annarra persónulegra þátta.
Kennt er í litlum hópum, námið er einstaklingsmiðað og áhersla lögð á þægilegt náms-og starfsumhverfi.
Námskeið
Inntaka á námskeið fer fram allt skólaárið
- Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 kennslustundir
- Excelnámskeið, 30 kennslustundir
- Bókhaldsnámskeið, 30 kennslustundir
- Ýmis önnur námskeið
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Hringsjár www.hringsja.is eða í skólanum.
Frekari upplýsingar veita Helga Eysteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi helga@hringsja.is og Linda Skúladóttir, forstöðumaður, rlinda@hringjsa.is
HRINGSJÁ, Hátúni 10 d., s: 552-9380/562-2840, www.hringsja.is