Skip to main content

Laugardaginn 25.maí næstkomandi ætlum við að fara í okkar árlegu og vinsælu vorferð.

Lagt verður af stað með rútu úr Hátúninu kl.9,30

Keyrt í Borgarfjörðinn og stoppað á Hvanneyri þar sem við fáum leiðsögn um staðinn og skoðum landbúnaðarsafnið.

Þaðan verður haldið í Kraumu við Reykholt, þar sem við fáum hádegisverð og þeir sem vilja geta svo farið í böðin en hinir bara gengið um og skoðað þennan fallega stað.

Ef veður er gott er ætlunin að stoppa smá stund í bakaleiðinni við Kleppjárnsreyki þar sem hægt er að kaupa ferskmeti úr gróðurhúsunum.

Áætlað að koma aftur heim ca kl.16,30

Við verðum eins og síðustu ár í samfloti með félögum úr Samtökum sykursjúkra.

Nauðsynlegt er að skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 20.maí með tölvupósti í netfang: lauf@vortex.is og taka fram fjölda fullorðinna og fjölda barna, gott er einnig að tilgreina símanúmer.