Skip to main content
Vekjum athygli ykkar á málþingi sem kjarahópur ÖBÍ stendur fyrir þann 26. maí næstkomandi undir yfirskriftinni: Heimsmet í skerðingum.
Málþingið verður frá 13:00 til 16:00 á zoom.
Á málþinginu mun Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi kynna nýja skýrslu um kjör lífeyrisþega, en hann hefur unnið að stórri úttekt á lífeyriskerfinu um nokkurt skeið.
Fulltrúum stjórnmálaflokkanna hefur verið boðið að sitja fyrir svörum í pallborði um kjör öryrkja.
Hérna finnið þið viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/events/259170919057164?ref=newsfeed og þar er zoom-slóðin fyrir málþingið.