Kynningarfundur um Hringbrautarverkefnið – byggingu nýs spítala við Hringbraut.
Öryrkjabandalag Íslands býður til kynningarfundar um Hringbrautarverkefnið – byggingu nýs spítala við Hringbraut.
Þar munu fulltrúar frá NLSH kynna verkefnið og sitja fyrir svörum um það sem framundan er.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÖBÍ – Sigtúni 42, Reykjavík – mánudaginn 13.febrúar kl.16-17,30.
Tekið er við skráningum á fundinn í netfang: gudjon@obi.is
Hámarksfjöldi fundargesta er 50 manns, og því er nauðsynlegt að fólk skrái sig til þátttöku.
Við hjá LAUF hvetjum okkar félagsmenn sem áhuga hafa á verkefninu að drífa sig og fá upplýsingar frá þeim sem best vita.