Skip to main content

Okkar árlegi og bráðskemmtilegi jólafundur verður haldinn laugardaginn 29.nóvember kl.11-13 í Áskirkju, NEÐRI sal (við höfum yfirleitt verið uppi).

Dagskrá er hefðbundin:

• Jólahugvekja – Guðrún Kr.Þórsdóttir djákni.
• Aufúsugestur – Stefán Jón Hafstein kemur og segir okkur frá dvöl sinni í Afríku og kynnir bók sína “Afríka, ást við aðra sýn”, bókin verður einnig til sölu á góðu verði.
• Kaffiveitingar
• Jólasveinninn kemur í heimsókn og skemmtir börnum og fullorðnum.

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti!

ATHUGIÐ! Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á jólafundinn. Hafið samband í netfang: lauf@vortex.is eða í síma: 551-4570 og takið fram fjölda fullorðinna og barna, í síðasta lagi mánudaginn 24.nóvember kl.15.