Piparkökuskreytingar
Laugardaginn 7. desember kl.14-16 ætlum við að hittast í húsnæði Lauf, Hátúni 10, jarðhæð í sal sem heitir Setrið og skreyta saman piparkökur og piparkökuhús. Öll fjölskyldan er velkomin í þessa gæðastund.
Lauf útvegar piparkökuhús, piparkökur, glassúr og nammiskraut fyrir alla svo það er best að skrá sig með því að senda nafn og fjölda gesta á lauf@vortex.is
Ef þú átt sprautur eða pensla fyrir glassúrinn er gott að koma með það en eitthvað verður á staðnum sem hægt er að skiptast á að nota. Sömuleiðis er gott að koma með bakka sem þú vilt hafa piparkökuhúsið á og annan til að taka með heim skreyttar piparkökur 😊
Smákökur og heitt kakó verður á boðstólum, bæði vegan og hefðbundið.