Vorum að fá þetta frábæra tilboð sent, endilega reynið að nýta ykkur þetta!
Sæl og blessuð,
Mig langar að bjóða nokkrum krökkum (5 til 10 ára… en aldur er þó ekki
heilagur) í krakkayoga hjá okkur í Yogasmiðjunni á laugardögum kl.12. (fimm skipti eftir). Þar sem námskeðið er ekki alveg fullt þá langar mig mjög gjarnan að bjóða „ykkar“ börnum sem vilja koma í krakkayoga.
Ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur, en ef þið getið komið þessu áleiðis þá þætti mér vænt um það.
Foreldrar geta sent mér póst á yogasmiðjan@yogasmidjan.is ef áhugi er fyrir hendi.