Bergmál, sem er líknarfélag með aðsetur á Sólheimum í Grímsnesi langar að bjóða 13 hjónum/foreldrum sem eiga langveikt barn/börn til sín eina langa helgi í sumar. Í boði eru lúxusherbergi með sérbaði og sjónvarpi í hverju herbergi. Það er fullt fæði innifalið í þessu huggulega boði þeirra hjá Bergmáli. Þau eru búin að vera með þessa starfsemi í 20 ár og alltaf boðið langveiku fólki til sín endurgjaldslaust. Allir sem koma að þessu vinna allt í sjálfboðavinnu. Um er að ræða 6 til 7 herbergi. Athugið að þetta er ekki fyrir börnin, þetta er eingöngu fyrir foreldrana sér til heilsubótar og hvíldar. Það eru tvær helgar í boði, sú fyrri fimmtudaginn 5.júlí til sunnudagsins 8.júlí og sú seinni er frá 2.ágúst til 5.ágúst. Því miður er umhugsunartíminn mjög stuttur. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta kostaboð eru vinsamlega beðnir um að hafa samband með tölvupósti á umhyggja@umhyggja.is eða hafa samband við skrifstofu Umhyggju fyrir 10.apríl n.k.