Skip to main content

Við ætlum að breyta fyrirkomulagi okkar máðarlegu hópafunda.

Eins og þið vitið erum við með tvo stuðningshópa sem hittast reglulega, einu sinni í mánuði: Fullorðnir með flogaveiki – Aðstandendur fólks með flogaveiki.

Hingað til hafa þeir hist sitt hvort kvöldið, fyrsta mánudag og fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði.

Nú höfum við ákveðið að breyta þessu og hafa báða fundina sama kvöldið, þ.e. fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði, en samt verður möguleiki á að skipta hópnum í tvennt.

Svo, næsti hópafundur verður haldinn mánudagskvöldið 1.júní kl.19,30 – í nýju húsnæði félagsins að Hátúni 10.

Athugið að við vorum áður í Hátúni 10B, austasta turninum. Nú erum við komin í Hátún 10, vestasta turninn, og erum þar á jarðhæð.