Skip to main content
Sæl öll og gleðilegt ár
SÍBS ætlar að standa aftur fyrir fjar- hlaupanámskeiði á Facebook, sem einkum er ætlað byrjendum. Haldin voru tvö sambærileg námskeið árið 2021, þátttakan var afbragðsgóð og undirtektir frábærar.
Um námskeið
Hér er um “fjar”- hlaupanámskeiði í gegnum lokaðan hóp á Facebook. Námskeiðið er opið öllum, hvar á landi sem er. Áherslur á námskeiðinu miðast við byrjendur eða þá sem eru að hefja hlaup eftir hlé.
Hlaupaæfingarnar eru á ábyrgð þátttakenda sjálfra, þar sem hver og einn hleypur á sínum hraða en unnið er út frá einfaldri æfingaáætlun sem nær yfir 9 vikur. Markmiðið er að þátttakendur byggi upp þol til að geta hlaupið í 30 mínútur án hvíldar.
Þjálfarar á námskeiðinu eru þær Fríða Rún Þórðardóttir og Ingunn Guðbrandsdóttir sem báðar hafa mikla reynslu af þjálfun á ýmsum vettvangi.
Námskeiðið hefst mánudaginn 7. febrúar og nær yfir 9 vikur. Nánari upplýsingar: https://sibs.is/heilsuefling/hlaupaaskorun-ur-sofanum/