Skip to main content

Við hittumst á bílastæði við Vífilsstaðalæk þar sem hann rennur úr Vífilsstaðavatni. Hægt er að leggja bílum þar, en einnig fyrir ofan skammt frá „garðskálanum“ við Vífilsstaðavatn. Við leggjum af stað kl. 17:00.
Þaðan göngum við meðfram vatninu inn í krikann og þaðan upp aflíðandi hlíðina, meðfram Grunnuvötnum og niður sunnan megin til móts við Oddfellow golfvöllinn. Göngum svo meðfram Vífilsstaðahlíðinni þangað til við komum aftur á upphafsstað.
Vegalengd: ca 6 km.
Uppsöfnuð hækkun: 70-100 m.
Göngutími: 2 klst.
Veður og útbúnaður
Spáin gerir ráð fyrir sólskyni, hægviðri ca 4m/sek, úrkomulausu og 9°C.
Undirlag
Við göngum að mestu leyti á sléttum stígum, malarstígum og gætum farið um þröngu skógarstígana.

Allir velkomnir!