Skip to main content

LAUF hefur skipulagt göngunámskeið þar sem við munum hittast og ganga saman og í leiðinni fá fróðleik um náttúru og umhverfi. Námskeiðið verður alla þriðjudaga í maí kl. 17.
Umsjón með námskeiðinu hafa Einar Skúlason og Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Næsta ganga verður þriðjudaginn 11.maí

Mæting kl.16,55 við Reynisvatn í Grafarholti.

Þriðjudagsgangan er að þessu sinni við Reynisvatn í Grafarholti og um hina fallegu Reynisvatnsheiði. Þar leynast margir kræklóttir og ævintýralegir stígar á milli birkis sem er að vakna og hinna sígrænu grenitrjáa. Vegalengd er ca 5 km og hækkun samtals liðlega 100 m. Gera má ráð fyrir 90-120 mín göngu með stoppum. Gott að taka vökva á brúsa og nasl (td. hnetur, rúsínur, súkkulaði)
Við hittumst á bílastæði við Reynisvatnið. Farið inn á Google maps og leitið að Reynisvatni og finnið þannig leiðina á staðinn.
Mæting er kl. 16,55 og við göngum af stað upp úr kl. 17. Allir velkomnir. Síðasta þriðjudag fengum við mjög gott veður og veðurspáin lítur einnig vel út núna.