Skip to main content
SÍBS stendur nú í fyrsta skipti fyrir sex vikna “fjar”- Göngunámskeiði í gegnum lokaðan hóp á Facebook. Námskeiðið er opið öllum og kostar einungis 3500 kr. Þátttaka felur í sér áskorun um að stunda rösklega hreyfingu daglega og byggja þannig upp þrek og þol og læra sitt hvað um útivist í leiðinni.
Nánari upplýsingar og skráning:
Um námskeið
Áherslur á námskeiðinu miðast við þá sem vilja fræðslu og stuðning við að koma sér af stað í reglulega hreyfingu. Námskeiðið hentar einnig þeim sem stefna á léttar fjallgöngur eða Hlaupanámskeið SÍBS.
Aðalþjálfari á námskeiðinu er Einar Skúlason sem hefur mikla reynslu af gönguþjálfun á ýmsum vettvangi.
Um kosti fjarnámskeiða
SÍBS stóð nýverið fyrir samskonar „fjar“ hlaupanámskeiði og höfðu þátttakendur m.a. eftirfarandi um kosti þess að segja:
• „Ég upplifði mikinn stuðning og aðhald og það var frábært að hafa hóp sem veitir aðhald og peppar mann áfram.“
• „Svona fjarnámskeið er frábært fyrir þá sem búa úti á landi.“
• „Ég gat horft og fundið upplýsingar þegar það passaði mér.“
• „Ótvíræðir kostir Facebook námskeiðs er að maður er ekki bundinn öðrum og þarf ekki að mæta á einhversstaðar á tilteknum tímum sem er það sem ég hef leitað að lengi.“
Þess ber að geta að 93% þeirra þátttakenda sem svörðu mati að loknu námskeiði fundu fyrir mjög jákvæðum áhrifum á bæði líkamlega og sálræna líðan.