Action Medical Research hefur tilkynnt að ný segulómtækni, MRI, geti þýtt miklar breytingar í sambandi við skurðlækningar fólks með flogaveiki.
Tækið hjálpar við að staðsetja nákvæmlega uppsprettu floga í heilanum á svæðum sem hugsanlega er hægt að fjarlægja með heilaskurðaðgerðum. Þetta getur þýtt að framtíðin verði flogalaus hjá ákveðnum hópi sem ekki hefur náðst flogastjórnun hjá með lyfjum.
Tækið hefur staðfest afbrigðileika í heilanum, sem ekki hefur komið fram í hefðbundnu segulómtæki, sem geta komið af stað flogum hjá 29% sjúklinga.
Í þessum nýlegu rannsóknum hefur starfsfólk þróað frekari segulómaðferðir til að staðsetja hvar flog eiga upptök sín. Í því er einnig hægt að skoða þær breytingar sem eiga sér stað í heilanum strax á eftir flogum til að sjá hvort þau valdi einhverjum skaða.
Þegar notkun á þessu nýja og spennandi tæki verður venjubundin mun það hjálpa skurðlæknum við aðgerðir á þeim 1000 sjúklingum í Bretlandi sem bíða úrrlausna og hjá um 100 einstaklingum sem greinast árlega.
Prófessor John Duncan sem leiðir rannsóknirnar segir að hægt sé að hafa stjórn á flogum hjá um 60-70% einstaklingum og fyrir um fjórðung sem eftir er geta skurðaðgerðir verið besta meðferðin og mikilvægt sé því að hafa nákvæma mynd af því sem er að gerast í heilanum til að hægt sé að velja bestu hugsanlegu möguleikana fyrir sjúklingana. Vinna okkar hefur skilað upplýsingum um breytingar sem benda til flogavirkni hjá 29% sjúklinga sem allt virtist eðlilegt hjá skv. hefðbundnu segulómtæki. Þetta hefði ekki komið í ljós nema með þessari nýju tækni.
Með bættri greiningartækni og auknum skilningi á áhrifum floga mun fleira fólk hafa gagn af skurðlækningum.
Dr. Yoalande Harley bætir við að þetta séi í raun stökk fram á við í meðferð við flogaveiki og að þetta geti þýtt miklar lífsbreytingar fyrir marga. Hugsanlegur ávinningur sjúklinga er því gríðalegur.
(frétt af heimasíðu samtakra flogaveikra í Bretlandi. http://www.epilepsy.org.uk/news/archive/20070913.html)