Stjórnarkjör á aðalfundi LAUF, haldinn mánudaginn 16.mars 2015.
Einn stjórnarmaður, Ólafur Haukur Símonarson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í hans stað gaf kost á sér Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir. Ekki komu fram önnur framboð. Stjórn er því sjálfkjörin: Brynhildur Arthúrsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Thelma Björk Brynjólfsdóttir, Trausti Óskarsson og Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir.
Í varastjórn hafði María Kolbrún Gísladóttir beðist lausnar og í hennar stað gaf kost á sér Guðsteinn Bjarnason. Ekki komu fram önnur framboð. Varamenn í stjórn eru því sjálfkjörin: Rúna Baldvinsdóttir, Lena Rós Matthíasdóttir og Guðsteinn Bjarnason.