Niceair og Umhyggja eru komin í samstarf um að veita fjölskyldum langveikra barna sérstök kjör af utanlandsferðum með nýstofnuðu flugfélagi sem flýgur frá Akureyri.
Til að létta undir með fjölskyldum langveikra barna og auðvelda þeim ferðalög erlendis býður Niceair langveikum börnum frítt flug til allra áfangastaða sinna og foreldrum þeirra 50% afslátt. Þetta gildir fyrir þær fjölskyldur sem eru félagar í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju 😊 Í sumar verður flogið til Tenerife, London og Kaupmannahafnar, en næsta vetur verður flogið til Manchester, London og Kaupmannahafnar. (LAUF – félag flogaveikra er aðildarfélag í Umhyggju).
Sjá nánari upplýsingar: https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/niceair-og-umhyggja-i-samstarf