Skip to main content

Heil og sæl öll

Á fundi þjónustuhóps akstursþjónustu fatlaðs fólks 13. febrúar sl. var bráðabirgðaákvörðun vegna rafskutlna staðfest. Ákvörðunin er tekin að sænskri fyrirmynd.

Ákvörðunin hefur þegar verið send til allra akstursaðila og tengiliða sveitarfélaganna en viljum við leita til ykkar til að hjálpa okkur að koma þessum skilaboðum sem víðast á framfæri.

Reglurnar varðandi flutning rafskutla í bílum akstursþjónustunnar er að þeir eru heimilaðir í bílana með tveimur skilyrðum.

1.     Að farþegi flytji sig yfir í sæti

2.     Að hægt sé að festa tækið tryggilega

Þetta verðum við að gera því rafskulturnar eru margar – eða nánast allar alls ekki hugsaðar fyrir að það eigi að ferðast á þeim í öðrum ökutækjum eða yfirhöfuð flytja í ökutækjum og þetta hefur verið að skapa vandræðaástand á meðal bílstjóra sem hafa þurft að taka ákvörðun á eigin ábyrgð hingað til.

Ég bið ykkur um að koma þessu áfram til allra þeirra sem þið teljið að geti haft gagn af upplýsingunum.

Fyrir hönd akstursþjónustunnar,

Bestu kveðjur,

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Sími  660 2336

gudrungu@straeto.is