Skip to main content

Háskóli Íslands býður landsmönnum á öllum aldri í heimsókn laugardaginn 28. febrúar 2015 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Gestir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð háskólans en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við Háskóla Íslands. Á staðnum verða fræðimenn og nemendur úr öllum deildum skólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.

Meðal annars verður nám í fötlunarfræði við Félags- og mannvísindadeild kynnt á Háskólatorgi. Meðfylgjandi er nýr kynningarbæklingur námsbrautarinnar.

Bestu kveðjur

Snæfríður Þóra Egilson

prófessor og starfandi námsbrautarformaður