Sæl öll
Í síðustu viku fór af stað KVAN námskeið á vegum Umhyggju fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Það verður gaman að heyra hvernig krökkunum líkar, en þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeið fyrir þennan aldursflokk.
Um miðjan september fara af stað KVAN námskeið fyrir systkini langveikra barna, 10-12 ára (hefst 17. September) og 13-15 ára (hefst 21. september).
Sjá nánar í frétt af vefsíðu Umhyggju, en þar er að finna skráningarhlekki fyrir námskeiðið.
https://www.umhyggja.is/is/frettir/namskeid-kvan-og-umhyggju-fyrir-10-12-ara-og-13-15-ara-systkini