Skip to main content

Hér í Hátúni 10, þar sem félagið okkar er með skrifstofu, hefur opnað Fjölskyldustofan, sem er þjónusta félagsráðgjafa sem sérhæfa sig í fjölskyldumeðferð, stuðningi og ráðgjöf við fjölskyldur þegar veikindi eru í fjölskyldunni. Hægt er að hafa samband við þær í netfang: fjolskyldustofan@gmail.com og senda þeim þannig nafn og símanúmer og nokkrar línur um það sem fólk er að glíma við, og þær hringja tilbaka. Tíminn kostar kr.15þús og er ýmist einn eða tveir félagsráðgjafar sem sinna fólki, allt eftir eðli málsins.