Skip to main content

Tryggingastofnun ríkisins gefur út evrópska sjúkratryggingakortið sem gildir í öllum ríkjum EES og Sviss. Um kortið og notkun þess gilda EES reglugerðir um almannatryggingar sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja, sem búa og eru sjúkratryggðir hér á landi, eiga rétt á kortinu. Það er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki. Kortið staðfestir rétt korthafa til heilbrigðiþjónustu sem nauðsynleg verður á meðan á tímabundinni dvöl í EES landi stendur.

Korthafi á rétt á allri heilbrigðisþjónustu t.d. læknishjálp og lyfjum, sem telst nauðsynleg í því skyni að gera honum kleift að ljúka dvöl sinni á öruggan hátt. Búast má við að þurfa að framvísa vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum þegar óskað er eftir læknishjálp.

Kynnið ykkur upplýsingar um kortið á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, www.tr.is þar er einnig hægt að sækja um það og síðan berst kortið ykkur í pósti innan fárra daga.

Hafið það gott og farið ávalt vel undirbúin í ferðalög!