Skip to main content

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir ungmennaþingi ÖBÍ. Þingið verður haldið laugardaginn 9. mars á Grand Hótel milli klukkan 13 og 16.

Markmið þingsins er að veita ungu fólki á aldrinum 12-18 ára tækifæri til að segja sína skoðun á málefnum sem snerta þau í daglegu lífi.

Við leitum að ungu fólki með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma, systkinum þeirra og ungmennum sem eiga fatlaða/langveika foreldra til að taka þátt í ungmennaþinginu.

Sjá nánar hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hvad-finnst-ther?fbclid=IwAR26eT4V-rdeVjV6LoMHEyGryz8BDQJMNR7TvHxxKE_AOXvBlSUyLmkslqw