Nemar við HR, í áfanga sem heitir „Nýsköpun og stofnun fyrirtækja“ eru að hanna app sem á að auðvelda fólki að halda utan um lyfjatöku, aukaverkanir, líðan, einkenni og fleira, svo og að auðvelda fólki að koma þeim upplýsingum rafrænt til læknisins. Þau vilja gjarna fá að ræða við fólk með flogaveiki og spyrja nokkurra spurninga, til að tryggja að forritið sé aðlagað að þörfum fólks með mismunandi taugasjúkdóma. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta haft samband við Sóleyju í síma: 866-7369 eða netfang: soleyi15@ru.is