AFMÆLISHÁTÍÐ!
Við höldum upp á afmæli félagsins okkar sem er 30 ára!
Við ætlum að hittast í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, laugardaginn 31. maí kl.11-14, VIÐ VERÐUM Í VEITINGATJALDINU.
Þið segið bara við innganginn að þið séuð að koma á afmælishátíð LAUF, þá verður ykkur hleypt frítt inn, LAUF býður!
Við ætlum að grilla pylsur og hlusta á tónlist, síðan verður þeim börnum sem það vilja boðinn aðgangur að skemmtitækjum fjölskyldugarðsins.
Við ætlum að eiga notalega stund saman og erum auðvitað búin að panta gott veður.
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og taka með sér fjölskyldu og vini, allir eru velkomnir.