Skip to main content

Ég vil minna á aðstandendastuðninginn á morgun miðvikudaginn 20.mars kl.17.00 – 18.00.

Að vera maki og eða annar aðstandandi ástvinar í langvarandi veikindum getur verið flókin staða. Á fundinum tökumst við á, við allar þær áleitnu spurningar sem upp koma og finnum leið til að vera styðjandi.

Ég mun fara yfir leiðir hvernig maður getur hlúð að sjálfum sér á uppbyggilegan hátt og þeim hlutverkum sem gera okkur að manneskjum.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

Gunnhildur fjölskyldufræðingur.

Minnum á að aðstandendafundirnir eru á sama tíma hálfsmánaðarlega.