Aðalfundur LAUF – félags flogaveikra var haldinn mánudaginn 14.maí síðastliðinn. Aðalfundarstörf gengu fljótt og vel, ársskýrsla og reikningar samþykkt athugasemdalaust. Stjórnin gaf öll kost á sér til endurkjörs og var einróma endurkjörin. Í varastjórn gekk einn út, Elín Ingibjörg Jacobsen, en Trausti Óskarsson gaf kost á sér í hennar stað og var það samþykkt einróma. Skoðunarmenn reikninga gáfu báðir kost á sér áfram og voru endurkjörnir með lófaklappi. Fundi var slitið eftir aðeins 27 mínútur og eftir það gæddu fundarmenn sér á dýrindis veitingum og margt var spjallað og skrafað með kaffinu. Á fundinum var ríkjandi ánægja með félagið okkar og standa vonir til að starfið verði enn öflugra næsta starfsár.